fimmtudagur, 31. október 2013

Líkt og blæði úr fjallshlíðinni




Smáatriðin í landslaginu eru svo merkileg og skemmtileg þegar vel er að gáð. Af fjallstindum horfir maður með hrifningu yfir landið en gleymir að líta á það sem kalla má hinar raunverulegu perlur.

Meðfylgjandi mynd tók ég síðasta sumar fyrir einhverja rælni en hafði þó fyrir því að brúka talsverðan aðdrátt.

Þarna sést fjallshlíð, talsvert brött. Engu er líkar en að úr henni blæði.

Eflaust er skýringin einföld. Ég læt mér detta í hug að þarna hafi sprottið fram vatn undan jarðlögum og borið fram rauða gosmöl sem rann svo stuttan spotta niður hlíðina.

Eins getur verið að vatnið hafi einfaldlega verið rauðmengað eftir að hafa runnið um rauðleit jarðlög.

Hvar skyldi þessi sérkennilega hlíð vera? Jú, hún er í vesturhlíð Skálfells við Mosfellsheiði. Sést betur á litlu myndinni. Ég tók þessar myndir í hlíðum Móskarðshnúka og í fjarska er Búrfell í Grímsnesi. Búrfell er algengt örnefni, bæði eitt og sér og tengt við önnur, líklega á annað hundrað.

Skálafell við Mosfellsheiði. Í fjarska sér í Búrfell í 
Grímsnesi. Myndin er tekin úr Móskarðshnúkum.
Ágætt er að tvísmella á myndirnar, jafnvel oftar, til að stækka þær og njóta betur.