föstudagur, 8. nóvember 2013

Skálafellin á landinu er 25 og af ýmsu tagi






Hvernig verða örnefni orðið til? Landsmenn hafa auðvitað nefnt staði, sum nöfn hafa náð að festast um sinn, kynslóðir geyma örnefnin, gleymt öðrum, búið til ný þegar það hefur hentað.

Myndin er af Skálafelli á Reykjanesi. Á henni sést Reykjanesviti sem stendur
 á litlu felliog hægra megin á myndinni er mikill skjöldur sem heitir Skálafell. 
Þar er ekkertberghlaup og nafnið hugsanlega dregið af orðinu skál. 

Skaðinn er hins vegar ekki mikill fyrr en með breyttri landnotkun. Þar af leiðandi hefur gildi örnefna aukist, ekkert mun koma í stað þeirra sem tapast vegna þess að notkun landið er að breytast hröðum skrefum.

Eigendur hafa ekki nú sömu þörf fyrir örnefni, landslagið liggur ljóst fyrir á kortum og punktum og svo hroðalega framtíðarsýn gæti blasað við að staðir beri einungis tölur en ekki nöfn.

Þá má spyrja hvor nefna megi staði sem ekkert nafn bera? Hin breytta landnotkun felur t.d. í sér að ferðamönnum fjölgar og þeir hafa annan skilning og aðra þörf fyrir örnefni en fjárbændur og hestamenn liðins tíma.

Hvernig geta örnefni náð að festast í sessi ef bannað er að nefna staði?

Hægra megin á myndinni er Drápuhlíðarfjall, litríkt og fagurt. Við rætur þess, 
vinstra megin á myndinni er hamrabelti og þar held ég að heiti Skálafell.
Ég er ekkert tiltakanlega fróður um örnefni en hef af því mikla ánægju að rýna í þau. Eiginlega hef ég mestallt mitt vit frá Þórhalli Vilmundarsyni sem eitt sinn var forstöðumaður Örnefnastofnunar Þjóðminjasafnsins og þar var gefið út ritið Grímnir, stórmerkilegt rit um örnefni og skýringar þeirra.

Þórhallur er höfundur svonefndrar náttúrunafnakenningar sem byggir á því að örnefni eigi uppruna sinn frekar í umhverfinu heldur en í nöfnum og sögum.

Í Kjós er Vindáshlíð og þar fyrir ofan er fjallið Sandfell, keilulagað og 
formfagurt, sjá vinstra megin á myndinn og glittir í Hvalfjörðinn  við tindinn.
Myndin tekin af Skálfelli við Mosfellsheiði. Lítið Skálafell mun vera hægra 
megin við Sandfell, en ekki get ég fundið því stað. Það hlýtur því að vera 
frekar lítið.
Um daginn var ég eitthvað að velta fyrir mér fjallinu Skálafell sem er austan við Esju og Móskarðshnúka. Það leiddi til þess að ég fór að telja Skálafellin á landinu. Þau eru að minnsta kosti ellefu og líklega frekar fimmtán, jafnvel fleiri. Afleidd nöfn eru mörg, til dæmis Skálafellsöxl, Skálfellssel og fleiri.

Eitt fjall ber nafnið Skálarfell og fimm fjöll bera nafnið Skálarfjall. Því til viðbótar eru til afleidd örnefni eins og Mánaskálarfjall, Skessuskálarfjall, Smjörskálarfjall.

Hvaðan kemur skálin kemur sem fast er í nafninu. Þórhallur Vilmundarson hefur skrifað um Skálafell í Grímni og segir (vitnar meðal annars í Jónas Magnússon í Stardal (greinaskil eru mín)):
Skálafell við Hellisheiði. Engin skál er í því norðanverðu en það er sú
hlið sem hér sést. Hugsanlega er skálalag á fjallinu þegar horft er á það frá
öðrum hliðum.

Sunnan í S. [Skálafelli] norðan Mosfellsheiðar „er hvilft, er heitir Skál, sem fellið dregur nafn af. Þar hefur fellið einhvern tíma sprungið fram. Talað er um að „fara upp í Skálina“.“
Ýmis fleiri Skála-örnefni eru dregin af no. skól ´hvilft´, sbr. fjallsheitið Skåla í Noregi.
Skálafell,. -fjall eru algeng fjallanöfn á Íslandi, og kunna sum þeirra að vera líkingarnöfn, þar sem lögun þeirra minnti á skála, sbr. sum Búrfell.
S. [Skálafell] sunnan Hellisheiðar minnir á húsburst séð úr Ölfusi og mætti vera slíkt líkingarnafn.

Ég hallast nú helst að því að nafnið Skálafell sé dregið af skál sem myndast hefur við berghlaup úr fjallinu. Þetta getur þó ekki verið einhlítt. Fjölmörg Skálafellin eru án 'skálar' og þar eru engin berghlaup. Þessi fjöll minna helst á skál á hvolfi.

Þannig er það eiginlega með mörg Skálafellin á landinu. Þau eru frekar lítil og sjást ekki vel tilsýndar. Þannig er það með þau sem eru á heiðum fyrir austan. Önnur fjöll sem bera nafnið finnast á öðrum fjöllum eða fjallshryggjum. Þannig er það með Skálafellin á Skorradalshálsi, á Þverárhlíð og víðar. Önnur eru tengd öðrum fjöllum órjúfanlegum böndum eins og Skálafell við Hesteyrarfjörð, sem tengist Lásfjalli, og Skálarfjall í Hafursey.

Ég þekki ekki Skálafellin þrjú á Sandvíkurheiði en þau nefnast Austasta-Skálafell, Mið-Skálafell og Vestasta-Skálafell en ekkert ber nafnið Skálafell eitt og sér.

Á suðaustanverðu landinu er Skálafellsjökull, Skálafellshnúta og bæirnir Skálafellssel og Skálfafell. hvergi er þó að finna hið eiginlega Skálafell, eftir því sem ég best fæ séð á landakorti. Hins vegar gæti ég trúað því að Skálafellshnúta hafi áður heitið Skálafell, dreg þá ályktun af lögun fjallsins. Það er skálarlaga.

Enn er margt ósagt um Skálafellin á landinu en þó er ljóst að örnefnin finnast víða um land, eru ekki bundin við einhvern einn landshluta.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli