Kistufelli í Esju og er horft til Móskarðshnúka og Skálafells. |
Margir eiga sér uppáhaldsfjöll. Ég hef oft verið spurður um uppáhaldsfjöllin mín, uppáhaldstaðina, uppáhaldsgönguleiðirnar og þetta og hitt.
Vissulega eru mörg fjöll og staðir ofar í huga mínum en önnur. Vandinn er bara sá að listinnn eða listarnir breytast svo ört. Þess vegna get ég ekki raðað þeim í röð eftir væntumþykju. Allt er breytingum undirorpið og þá er hugarástandið, félagsskapurinn og jafnvel veðrið sem ræður stemmingu og hrifningu í hverri ferð.
Á Vífilsfelli og horft er í norður yfir Mosfellsheiði og til Esju. |
Í hömrum Þverfellshorns í Esju, Kistufell í baksýn |
Gengið á Móskarðshnúka, athugið að myndin er tekin með
talsverðum aðdrætti.
|
- Vífilsfell er stórkostlegt fjall og hefur svo margar ólíkar hliðar, móbergsmyndanirnar í kringum efsta hlutann eru hrífandi og svo er útsýnið frábært.
- Esja er margbreytilegt fjallabákn. Ég hef ekki tölu á ferðum mínum á Þverfellshorn en þangað er ég nú að mestu hættur að fara. Þar er alltof margt fólk, álag á gönguleiðunum er of mikið og hræðilegt að sjá hvernig hlíðin fyrir neðan hamranna er orðin. Þess í stað fer ég á Kerhólakamb og Kistufell (austurhornið). Hvort tveggja eru stórkoslegir staðir og mun áhugaverðari en Þverfellshorn.
- Móskarðshnúkar eru tengdir Esju órjúfanlegum böndum. Gaman er að ganga upp á Móskarðshnúk, þann austasta. Ekki er síður er áhugaverð leiðin vestur af honum, yfir hina tindana, og síðan út á Esju og þá á Hátind og þar niður.
- Hengill er stórt fjall og leynir á sér. Ástæðan fyrir því að ég nefni það hér er hversu margbreytilegt það er. Sérstaklega þykir mér varið í gönguleiðina frá Sleggjubeinaskarði, eftir vesturhlíðunum og á Skeggja. Innstadal tel ég hluta af Hengli. Þar fór maður oft hér áður fyrr, jafnt sumar og vetur, í bað í hveragilinu, eða gekk hringinn í kringum Skarðsmýrarfjall. En það var nú áður en Orkuveitna hóf hryðjuverkastarfsemi sína.
- Keilir er eins og keila, þó ekki fiskurinn. Hann er einstakur í orðsins fyllstu merkingu. Stendur stakur á miðri hraunsléttu, brattur en samt vinsamlegur. Nokkur gangur er að honum en það lengir bara góðan dag og skemmtilega útiveru.
- Syðstasúla er hluti af Botnsúlum. Mikið
Búfellsgjá - Hvalfell er eitt af þeim fjöllum sem alltof fáir ganga á. Margt veldur, það sýnist ekki hátt þarna við hliðina á Botnsúlum en það er engu að síður 852 m eða svipað eins og að fara á Kerhólakamb í
Keilir - Stóri-Meitill er við Þrengslin og stutt að fara á hann frá Þrengslavegi. Aðeins lengri ganga er frá Skíðaskálanum í Hverdölum. Ég hef þá trú að afar fáir gangi á Stóra-Meitil, fólk viti bara ekkert um hann. Hann er samt alveg göngunnar virði, þó ekki sé nema til að skoða hinn risastóra gíg sem er í honum og stórfenglegt útsýnið.
- Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð er vinalegt fjall og gaman að rölta á í rólegheitum með góðu fólki, spjalla á leiðinni og njóta útiverunnar. Ekki spillir fyrir hið fagra útsýni.
- Búrfell, Húsfell, Stóra-Kóngsfell, Bláfjallahryggur, Skálafell á Hellisheiði, Sandfell, Selfjall, Úlfarsfell, Mosfell, Geitafell, Lambafell ... Þetta er svona safnliður.
Í Hengli, horft í vestur. Fyrir neðan er Engidalur. |
Eiginlega gæti ég nefnt tuttugu fjöll, jafnvel fleiri. Einhver kann að segja að þá séu þau uppurin sem eitthvert „slátur“ er í á SV horninu. Nei, því fer nú fjarri, af nógu er að taka. Og ... ég hef aðeins nefnt hér fjallgöngur, ekki göngu á mill staða. Er til dæmis gangan um Búrfellsgjá og á Búrfell fjallganga? Eða ganga í Grindaskörð ...?
Best að hætta hér áður en kappið ber letina ofurliði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli