Fimmvörðuháls er ein vinsælast gönguleið landsins og sú langvinsælasta af þeim sem teljast til dagleiðar, það er meira en þriggja til fimm tíma ganga.
Gera má ráð fyrir að á hverju ári gangi hátt í tuttugu þúsund manns á Fimmvörðuháls og fyrir þessum vinsældum eru gríðarlega margar ástæður.
Bókin um Fimmvörðuháls
Fyrir tveimur árum skrifaði ég bók um Fimmvörðuháls. Hún er afar mikið breytt endurgerð bókar sem ég skrifað og kom út árið 2002. Síðan hafa auðvitað orðið gríðarlegar breytingar á Hálsinum. Ekki aðeins að þar hefur orðið eldgos og tvö eldfell myndasta í kringum gígana heldur hefur öskufall frá Eyjafjallajökli breytt ásýnd landslags á sunnanverðum Hálsinum talsvert. Hvoru tveggja eru gerð góð skil í bókinni.Laus kort fylgja
Góð kort bókinni. Kortin eru laus og því handhæg fyrir göngufólk. Inn á þau hafa gönguleiðirnar verið merktar sem og helstu örnefni. Þar með eru taldir fossarnir sem eru helsta prýði leiðarinnar á sunnanverðum Fimmvörðuhálsi, Skógaheiði. Myndir eru birtar af flestum þeirra sem finnast á fyrri hluta leiðarinnar og þeir bera margir nöfn. Þess má geta að lausu kortin eru einnig birt í bókinni sjálfri.Nýja gönguleiðin
Norðan megin liggur hefðbundin gönguleið norður yfir Morinsheiði og um Kattahryggi og í Bása. Einnig er hægt að fara Hvannárgilið í Bása en það er fáfarin er heillandi gönguleið.
Svona má nú lengi masa um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Hún er frábær og viðlíka gönguleið er ekki að finna annars staðar á landinu. Eða hvar annars staðar getur göngumaðurinn t.d. grillað mat efst á eldfjalli með því að nýta þann gríðarlega hita sem látlaust streymir upp úr því?
Ódýr og fróðleg bók
Bókina er hvergi hægt að fá lengur en hjá útgefanda og þar eru enn nokkur eintök óseld.Þeir sem áhuga hafa geta pantað bókina á 5vh@simnet.is og hún verður send um hæl. Bókin kostar aðeins 1.990 krónur með vsk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli